Í ljósi breyttra aðstæðna í þjóðfélaginu með samkomubanni og skertu skólahaldi hefur skóladagatali Grunnskólans austan Vatna verið lítillega breytt dagana eftir páskafrí.
Náms og kynnisferð starfsmanna sem fyrirhuguð var frá 21. apríl hefur verið frestað til haustsins. Sú breyting verður þá gerð að frídagar 21. og 22. færðir til 14. og 15. apríl. Páskafrí lengist þá um þessa tvo daga. Fyrrnefndir dagar 21. og 22. apríl verða venjulegir skóladagar. Með þessu móti næst betri samfella í skólahald eftir páskafrí en annars hefð orðið og að sama skapi skapast betra svigrúm eftir páksahelgina að meta stöðu skólahalds í ljósi stöðunnar sem þá verður uppi í baráttunni við útbreyðslu á COVID-19.
Skóladagatal hefur verið uppfært hér á síðunni og má nálgast hér: uppfært skóladagatal 2019-2020