Baráttudagur gegn einelti
Þriðjudaginn 8. nóvember er baráttudagur gegn einelti. Við hvetjum alla til þess að mæta í einhverju grænu
til þess að minna á að öll viljum við vera græni karlinn í eineltishringnum.
Græni karlinn í eineltishringnum er verndari, er á móti einelti og kemur þolendum til hjálpar.
Þennan dag ætlum við að efna til umræðu, fræðslu og vinna verkefni til að vinna gegn einelti.
Að auki verður söngstund.
Vikulega eru haldnir bekkjarfundir þar sem meðal annars er rætt um einelti, félagatengsl og líðan í bekknum. Í upphafi skólaárs semja nemendur sjálfir bekkjarreglur ásamt kennara sínum. Nemendur læra um hvernig einelti birtist, hvaða aðferðum er beitt og hvaða tjóni einelti getur valdið. Til þess að gera nemendur meðvitaða um einelti eru ýmist nýtt myndbönd, hlutverkaleikir, umræður og fleira á bekkjarfundum. Nemendum eru kenndar einfaldar leiðir til að bregðast við því einelti sem þau verða vör við sig, geta valið rétta afstöðu og hjálpað þeim sem verða fyrir einelti.