Aðventuferð hjá unglingastiginu

Nemendur unglingastigsins skelltu sér í gær í aðventuferð til Akureyrar.  Ástæðan fyrir ferðinni er sú að í haust féll niður hin árlega ævintýraferð.  Mikil stemning var í ferðinni og var byrjað á því að fara á skauta, tilþrifin hjá þeim voru mikil en allir fóru á svellið í Skautahöll Akureyrar. 

Minjasafnið var næsti viðkomustaður hópsins en að því loknu var algjörlega lífsnauðsýnlegt að fá sér örlítið í gogginn, þar tók Greifinn á móti hópnum með eldheitu pizzuhlaðborði. 

Því næst var haldið í Jólahúsið og þar voru meðal annars grillaðir sykurpúðar. 

 

Lokahnykkur ferðarinnar var svo Sundlaug Akureyrar þar sem farnar voru þó nokkuð margar ferðir í rennibrautunum sem laugin hefur upp á að bjóða.  Þessi ferð tókst með eindæmum vel og voru það þreyttir en sáttir nemendur sem skiluðu sér svo aftur heim í fjörðinn fagra.