Fréttir & tilkynningar

08.12.2025

Jólavaka 2025

Verið hjartanlega velkomin á Jólavöku 2025 hjá Grunnskólanum austan Vatna.
27.11.2025

Nemendur í 1. og 2. bekk hafa brallað ýmislegt í skólanum í haust.

Nemendur í 1. og 2. bekk hafa brallað ýmislegt í skólanum í haust. Viðfangsefnin í september og október voru mikið til tengd plöntum og skordýrum og í tilefni af degi íslenskrar náttúru sem er 16. september, fóru nemendur ásamt skólahóp leikskólans í vettvangsferð í Hólaskóg.
15.11.2025

Vika íslenskunnar er ný hefð í mótun í Grunnskólanum austan Vatna

Í næstu viku munum við í Grunnskólanum austan Vatna halda hátíðlega upp á Dag íslenskrar tungu, en í ár tvinnum við saman viku íslenskunnar og dansviku með Ingunni danskennara. Þannig sköpum við lifandi, skapandi og fjölbreytta menningarviku þar sem dans, íslenska og samvinna nemenda spila lykilhlutverk. (Meira hér)