Fréttir & tilkynningar

15.11.2025

Vika íslenskunnar er ný hefð í mótun í Grunnskólanum austan Vatna

Í næstu viku munum við í Grunnskólanum austan Vatna halda hátíðlega upp á Dag íslenskrar tungu, en í ár tvinnum við saman viku íslenskunnar og dansviku með Ingunni danskennara. Þannig sköpum við lifandi, skapandi og fjölbreytta menningarviku þar sem dans, íslenska og samvinna nemenda spila lykilhlutverk. (Meira hér)
08.11.2025

Árshátíð miðstigs í Grunnskólanum austan Vatna

Nemendur á miðstigi bjóða til skemmtilegrar sýningar á „Dýrunum í Hálsaskógi“ eftir norska rithöfundinn Thorbjørn Egner en það var Kristján frá Djúpalæk sem þýddi ljóð leikritsins á íslensku. (Klikkið á fréttina)
05.11.2025

Grunnskólinn tók þátt í verkefninu Jól í skókassa

Í ár sendi GaV 22 gjafir sem fóru í safnaðarheimilið á Sauðárkróki, þaðan sem þær verða fluttar til Úkraínu til barna og fjölskyldna sem minna mega sín. Með þátttöku okkar í þessu hlýja og fallega verkefni sýndu nemendur samkennd, kærleika og vilja til að gleðja aðra. (Klikkið á fréttina).