Fréttir & tilkynningar

20.11.2024

Starfskynningar 10. bekkinga 4.-6. nóvember

Á hverju ári fara nemendur 10. bekkjar í GaV í starfskynningar í þrjá skóladaga. Þessar kynningar eru mjög mikilvægur hluti af námi nemenda og dýrmætt að starfsfólk fyrirtækja og stofnana gefi sér tíma til að taka á móti þeim. Við færum þeim okkar bestu þakkir fyrir en alls staðar þar sem nemendur komu fengu þeir frábærar móttökur og hlýtt viðmót. (klikkið á fréttina).
16.11.2024

Í dag er dagur íslenskrar tungu.

Nemendur á unglingastigi tóku þátt í verkefninu Málæði á vegum List fyrir alla. Í dag er dagur íslenskrar tungu og er ætlunin að frumsýna lokaafurðina í þættinum Málæði - unglingar, íslenska og tónlist á Rúv kl. 19:45. Við hvetjum ykkur til að horfa á þáttinn og stjörnurnar okkar þrettán sem skína svo skært. Lagið frá nemendum GaV sem var valið áfram og GDRN flytur, Riddari kærleikans er nú komið á Spotify og Youtube fyrir þá sem vilja hlusta.
12.11.2024

Opinn dagur í GaV - Dagur íslenskrar tungu haldinn hátíðlegur

Opinn dagur í GaV Dagur íslenskrar tungu haldinn hátíðlegur Þann 16. nóvember er dagur íslenskrar tungu. Grunnskólinn austan Vatna hefur sett saman dagskrá og býður í heimsókn á fimmtudaginn 14. nóvember í tilefni af deginum. Nemendur bjóða gestum að njóta íslenskunnar en ætlunin er að deila verkefnavinnu, flytja tónlist og ljóð. Dagskráin hefst kl. 13:00 og lýkur kl. 15:35, fólki er frjálst að koma og fara eftir hentisemi. Hver hópur býður gestum í kennslustofuna til sín, svo er sungið á sal og deginum lýkur með sameiginlegri stöðvavinnu fyrir alla áhugasama. (Klikkið á fréttina til að sjá dagskrána).