Fréttir & tilkynningar

20.08.2025

Skólasetning föstudaginn 22. ágúst kl. 13:00.

Skólasetning Grunnskólans austan Vatna skólaárið 2025 – 2026 verður næstkomandi föstudag 22. ágúst kl. 13:00. Dagskrá skólasetningar verður með þeim hætti að skólastjóri setur skóla og fer yfir helstu breytingar, áskoranir og áherslur á komandi skólaári. Nemendur fylgja svo sínum umsjónarkennurum í sínar stofur í skólanum og foreldrum er heimilt að fylgja þeim þangað inn. Áætlað er að dagskrá skólasetningar taki eina klukkustund.
26.05.2025

Skólaslit - útskrift

Föstudaginn 30. maí eru skólaslit í Grunnskólanum austan Vatna kl. 14:00, athöfnin fer fram í félagsheimilinu Höfðaborg. Leikskólinn Tröllaborg útskrifar nemendur í skólahóp og við það tilefni verða þau boðin velkomin í skóla næsta vetur. Vinaliðar fá viðurkenningarskjöl, afhending vitnisburða og útskrift 10. bekkjar. Að lokinni athöfn verður gestum boðið upp á veitingar. Þökkum fyrir veturinn.
18.04.2025

Grunnskólinn austan Vatna óskar öllum gleðilegra páska

Grunnskólinn austan Vatna óskar öllum gleðilegra páska. Kennsla hefst að loknu páskafríi mánudaginn 28.apríl samkvæmt stundaskrá.
26.03.2025

Enginn titill

21.03.2025

Skíðaferð GaV