Fréttir & tilkynningar

06.10.2025

Nóg um að vera hjá nemendafélaginu, fjáraflanir og fjör

Allir nemendur unglingastigs vinna saman að fjáröflunum fyrir skólaferðalag vorsins og er fyrsta stóra fjáröflunin nú þegar búin. Klikkið á fréttina til að lesa meira.....
20.08.2025

Skólasetning föstudaginn 22. ágúst kl. 13:00.

Skólasetning Grunnskólans austan Vatna skólaárið 2025 – 2026 verður næstkomandi föstudag 22. ágúst kl. 13:00. Dagskrá skólasetningar verður með þeim hætti að skólastjóri setur skóla og fer yfir helstu breytingar, áskoranir og áherslur á komandi skólaári. Nemendur fylgja svo sínum umsjónarkennurum í sínar stofur í skólanum og foreldrum er heimilt að fylgja þeim þangað inn. Áætlað er að dagskrá skólasetningar taki eina klukkustund.
26.05.2025

Skólaslit - útskrift

Föstudaginn 30. maí eru skólaslit í Grunnskólanum austan Vatna kl. 14:00, athöfnin fer fram í félagsheimilinu Höfðaborg. Leikskólinn Tröllaborg útskrifar nemendur í skólahóp og við það tilefni verða þau boðin velkomin í skóla næsta vetur. Vinaliðar fá viðurkenningarskjöl, afhending vitnisburða og útskrift 10. bekkjar. Að lokinni athöfn verður gestum boðið upp á veitingar. Þökkum fyrir veturinn.
26.03.2025

Enginn titill

21.03.2025

Skíðaferð GaV