Skólaakstur

Skólaakstur

Skólabílar fara aðeins eina ferð heim á degi hverjum sem þýðir að skólinn sér um gæslu/frístund fyrir nemendur yngstu bekkjanna eftir að þeirra kennslu lýkur á daginn og þangað til skólabíll ekur þeim heim.

 

Helga Þórey er umsjónarmaður frístundar/gæslu og sér um skipulag og utanumhald og henni til aðstoðar koma stuðningsfulltrúar skólans. 

            Á miðvikudögum starfar Félagsmiðstöðin á Hofsósi og er hún opin öllum nemendum í 7. – 10. bekk í Grunnskólanum austan Vatna. Þá daga aka skólabílar nemendum heim kl 17:30, en þeim nemendum sem ekki eru í Félagsmiðstöðinni er séð fyrir fari heim á vegum skólans við lok skóladags kl.15:25.

  • Birgir Þórðarson ekur nemendum sunnan við Hofsós, þ.e. frá Hólum til Hofsóss og nemendum sem sækja skóla að Hólum. 
  • Halldór Gunnar Hálfdánarson ekur nemendum norðan við Hofsós, þ.e. frá Fljótum til Hofsóss.
  •  Arnar Bjarki Magnússon sér um skólaakstur í Deildardal og Þrastarstöðum. 

 

Reglur í skólabíl

Við ætlum: 

  • að vera mætt á réttum tíma þar sem skólabílinn stoppar
    • ef nemandi er ekki komin á réttum tíma fer skólabíllinn og er það á ábyrgð foreldra að koma honum í skólann
    • að spenna alltaf beltin
      • ef belti eru ekki spennt þá fer bíllinn ekki af stað
      • að ganga vel um og fara eftir fyrirmælum bílstjóra
        • ef reglur eru ítrekað ekki virtar, þá er nemanda ekki boðið með og er það á ábyrgð foreldra að koma honum í skólann