Fréttir & tilkynningar

26.03.2025

Stóra upplestrarkeppnin fór fram í FNV í kvöld, Valþór Máni hreppti 2. sætið fyrir hönd GaV.

Stóra upplestrarkeppnin fór fram í FNV í kvöld, en keppnin hefur verið haldin í 24 ár í Skagafirði. 13 keppendur frá skólunum þremur komu þar saman og lásu bæði texta og ljóð fyrir áheyrendur og dómnefnd. Öll stóðu þau sig með einstakri prýði og voru skólum sínum til sóma. (klikkið á fréttina).
26.03.2025

Enginn titill

21.03.2025

Skíðaferð GaV

Á síðasta föstudag fóru nemendur og starfsfólk í langþráða skíðaferð í Tindastól einsog venja er fyrir. Veðrið lék við okkur og ferðin gekk mjög vel. Allir nutu þess að renna sér í brekkunum á skíðum, snjóbrettum og snjóþotum og það sáust margir sigrar. Í skálanum fengu allir heitt kakó, samlokur, pylsur og annað kruðerí. Þegar ferðinni lauk voru allir þreyttir en svo sannarlega sælir.